Samningur um notendaleyfi (EULA) – Iceland

Eula_v3 ágúst 2017

Þú ættir að prenta út eintak af samningi þessum um notendaleyfi (EULA) til uppflettinga síðar.

SAMIÐ ER UM EFTIRFARANDI:

SAMNINGUR ÞESSI

er gerður þann dag sem endanlegur notandi samþykkir hann (endanlegur notandi). LESIÐ ÞETTA VINSAMLEGAST VANDLEGA ÁÐUR EN APPIÐ ER SÓTT. Samningur þessi um notendaleyfi (EULA) er lögbundinn samningur á milli þín (endanlegs notanda, þín eða þú) og CALPRO AS, Arnstein Arnebergs vei 30, 1366 Lysaker, Noregi (leyfisveitanda, okkar eða við) um:

Calprosmart™ hugbúnað um forrit í farsíma, tengdar Calprosmart™ netþjónustur (calprosmart.com), gögn þau sem fylgja hugbúnaðinum, tengda miðla (appið) og rafrænar handbækur notanda/skjalfestingu (skjölin).

Á gildistíma samnings þessa veitum við þér almennt og óframseljanlegt nytjaleyfi til aðgangs og notkunar á appinu og skjölunum, eingöngu í samræmi við skilyrði og skilmála samnings þessa, einkum þó 2. og 3. hluta hér að neðan. Þú staðfestir auk þess að notkun appsins og skjalanna gæti verið háð hvaða öðrum skilgreindum takmörkunum aðgangs og notkunar sem lagðar gætu verið fram af sérhverjum þeim seljanda apps eða þjónustuaðila (appverslun) sem þú sóttir viðkomandi app hjá (reglur appverslunar).

Þú staðfestir að appið og skjölin njóti verndar höfundarréttar og/eða innihaldi verðmæt viðskiptaleyndarmál leyfisveitanda að leyfisveitandi ráði áfram yfir öllum rétti til þannig hugbúnaðar og/eða skjalfestingar.

Kröfur til stýrikerfis

Appið krefst farsíma sem búinn er að lágmarki 5 Mpixla myndavél með LED-flassi, sjálfvirkum fókus og 1GHz innri örgjörva, netaðgangi og iOS eða Android stýrikerfi. Kröfur gætu tekið breytingum í síðari útgáfum hugbúnaðarins.

Fullgild tæki

App þetta hefur verið formlega prófað og fullgilt til notkunar með flestum tækjum með Android 4,1 og iOS7 og síðari útgáfum (Fullgild tæki).

Mikilvæg ábending:

 • Þegar þú notar appið eða vefsetrið eða smellir á hnappinn „Samþykkja“ hér að neðan, samþykkir þú skilmála leyfisins.
 • Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála leyfisins, veitum við ekki leyfi til notkunar apps og skjala og þér ber að hætta allri notkun þess tafarlaust og fjarlægja hugbúnaðinn úr tækinu.
 • Þú hefur sem neytandi 14 daga skilafrest og á þeim tíma getur þú hætt við viðskiptin þér að kostnaðarlausu og án þess að tilgreina neinar ástæður áður en appinu og skjölunum er hlaðið niður.
 • Þú missir hins vegar réttinn til þess að hætta við kaupin um leið og þú byrjar að hlaða niður eða streyma appinu eða skjölunum.
 • Þetta hefur ekki áhrif á neytendarétt þinn tengdan gölluðu appi eða skjölum.

 

 1. Viðurkenningar

1,1 Skilmálar samnings þessa um notendaleyfi eiga við um appið eða hvern þann þjónustuþátt sem aðgengilegur er í gegnum appið (þjónustuþættir), þar með talið allar uppfærslur eða viðbætur við appið eða hvaða önnur þjónusta sem er, nema þeim fylgi sérstakir skilmálar en þá gilda þeir skilmálar. Sé einhver opinn hugbúnaður (open-source) innifalinn í appinu eða einhverjum þjónustuþætti, gætu skilmálar hans um notendaleyfi verið þyngri á metunum en sumir skilmála notendaleyfis þessa.

1.2 Við getum breytt skilmálum þessum hvenær sem er með því að breyta dagsetningu útgáfu efst í samningi þessum um notendaleyfi. Séu einhverjar efnislegar breytingar gerðar, sendum við þér tilkynningu þar að lútandi í SMS eða tölvuskeyti þar sem breytingunni er lýst nánar eða þú færð tilkynningu næst þegar þú ræsir appið. Nýir skilmálar gætu birst á skjánum og þar farið fram á að þú lesir þá og samþykkir áður en haldið er áfram að notfæra sér þjónustuna.

1.3 Nýjar útgáfur appsins gætu verið gefnar út öðru hverju í appversluninni. Uppfærslan hverju sinni gæti gert að verkum að þú getir ekki notfært þér þjónustuna fyrr en þú hefur hlaðið niður eða streymt nýjustu útgáfu appsins og samþykkt nýja skilmála, ef við á.

1.4 Gert er ráð fyrir að þú ráðir yfir eða hafir útvegað þér heimild frá eiganda/eigendum farsímans eða handheldra tækja undir þinni stjórn (tæki) til að hlaða niður eða streyma afriti appsins á viðkomandi tæki. Þú staðfestir að þú eða eigandinn gætuð þurft að borga veitendum netþjónustu fyrir netaðgang með tækjunum. Þú samþykkir ábyrgð í samræmi við skilmála samnings þessa um notendaleyfi fyrir notkun appsins og hvaða þjónustuþátta sem er í eða í tengslum við hvaða tæki sem er, hvort sem þú átt það eða ekki.

1.5 Þegar þú samþykkir þennan samning um notendaleyfi, samþykkir þú að vinna megi úr gögnum sem safnað hefur verið í samræmi við gildandi lög um persónuvernd.

1.6 Skilmálar okkar frá einum tíma til annars um friðhelgi einkalífsins (stefna varðandi friðhelgi einkalífsins) eru innifaldir í samningi þessum um notendaleyfi og munu gilda um notkun appsins og þjónustunnar þegar þeir hafa verið samþykktir af þér eins og til er ætlast.

1.7 Með notkun appsins og hverra þátta þjónustunnar sem er samþykkir þú að við söfnum og notfærum okkur tæknilegar upplýsingar um tækið og tengdan hugbúnað, vélbúnað og jaðartæki fyrir þjónustuþætti sem byggjast á interneti eða þráðlausu sambandi, með það fyrir augum að bæta vörur okkar og geta veitt þér hvaða þjónustu sem er.

1.8 Öllum mælistærðum sem tækið mælir eða sýnir er eingöngu ætlað að vera til aðstoðar við greiningu og mat. Meðferðarlæknirinn ætti einn að bera fulla ábyrgð á allri greiningu eða meðferð. Við allar ákvarðanir af því tagi sem teknar eru ætti skoðunin að taka tillit til allra upplýsinga sem fáanlegar eru frá fjölbreyttum heimildum, þar með talið klínískar rannsóknir, Endanlegur notandi verður að ræða við lækni áður en gerðar eru breytingar á lyfjagjöf á grundvelli niðurstaðna sjálfsprófunar með Calprosmart™, nema um annað hafi verið samið við meðferðarlækni.

1.9 Appið er samþykkt til notkunar innan Evrópska efnahagssvæðisins í samræmi við tilskipun 98/79/EC um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi. Vottorð nr.: 0088/4008963/00183.

1.10 Ákveðnir þjónustuþættir hagnýta sér aðra eiginleika tækis þíns, svo sem dagatal, síma og nettengingu tækisins. Þú getur slökkt á þessari virkni hvenær sem er í stillingum tækisins. Ef þú afturkallar þannig samþykki fyrir sumum eða öllum virkniþáttum appsins, virkar það kannski ekki eins og til er ætlast.

1.11 Appið eða hvaða þjónusta þess sem er gæti búið yfir krækjum á aðrar sjálfstæðar vefsíður þriðju aðila (vefsíður þriðju aðila). Vefsíður þriðju aðila eru ekki undir stjórn Calpro og við berum ekki ábyrgð á eða föllumst á innihald þeirra eða stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins (ef við á). Þú þarft sjálf/ur að vega og meta samskipti þín við allar vefsíður þriðju aðila, þar með talið kaup og notkun allrar vöru eða þjónustu sem hægt er að nálgast á þeim. Stefna okkar varðandi friðhelgi einkalífsins nær ekki til þannig vefsíða þriðju aðila.

 1. Heimildir og umfang leyfis

2.1 Í framhaldi af því samþykki þínu að hlýða skilmálum þessa samnings um notendaleyfi er þér veitt óframseljanlegt leyfi sem ekki er einkaréttarleyfi til að hlaða niður og nota appið á tækin í samræmi við skilmála og skilyrði í samningi þessum um notendaleyfi.

 1. Þú mátt:

2.2.1 hlaða niður eða streyma afriti af appinu í hvaða handhelda lófatæki sem er og að skoða, nota og sýna appið á tækinu eingöngu í þína persónulegu þágu, og

2.2.2 nota skjölin eingöngu í þína persónulegu þágu.

 1. Takmarkanir leyfisins

Þú samþykkir, nema það sé sérstaklega tekið fram í samningi þessum um notendaleyfi eða í samræmi við staðbundna löggjöf:

3.1.1 að afrita ekki appið eða skjölin nema þar sem þannig afritun er óhjákvæmilegur þáttur í almennri notkun appsins eða þar sem það er nauðsynlegt í þeim tilgangi að afrita eða tryggja rekstraröryggi,

3.1.2 að leigja ekki, kaupleigja, framleigja, lána, þýða, sameina, aðlaga, bregða út af eða breyta appinu eða skjölunum,

3.1.2 að breyta hvorki né umbreyta appinu, hvort sem er að öllu leyti eða að hluta til, eða að heimila appinu eða hvaða hluta þess sem er að sameinast eða fella það inn í önnur forrit,

3.1.4 að taka hvorki í sundur, aflaga, snúa til baka né búa til afleidd verk á grundvelli appsins í heild sinni eða hluta þess eða reyna að gera neitt af því tagi nema að því marki (í krafti 39. kafla H í norskum lögum um höfundarrétt frá 1961 og 296. Kafla A í lögum um höfundarrétt, hönnun og einkaleyfi (í Bretlandi) eða sambærilegrar löggjafar eða reglugerða sem gilda í hvaða viðeigandi lögsagnarumdæmi sem er) sem ekki er hægt að banna þannig aðgerðir vegna þess að þær eru nauðsynlegar til að koma á samstarfshæfni appsins við annað hugbúnaðarforrit og að því gefnu að upplýsingarnar sem þú aflar á þann hátt:

3.1.4.1 séu eingöngu notaðar til að koma á samstarfshæfni appsins við annað hugbúnaðarforrit,

3.1.4.2 séu ekki gefnar upp að óþörfu eða miðlað til neinna þriðju aðila nema fyrir liggi skriflegt samþykki okkar, og

3.1.4.3 séu ekki notaðar til að búa til neinn þann hugbúnað sem er efnislega áþekkur appinu,

3.1.5 að geyma öll afrit appsins á öruggum stað og gefa ekki neinum öðrum upp nein lykilorð sem notuð eru fyrir appið eða þjónustu,

3.1.6 að hafa með tilkynningu okkar um höfundarrétt á öllum afritum appsins á öllum miðlum, hvort sem þau eru þar í heild sinni eða að hluta til,

3.1.7 að nota ekki appið í neinu lögsagnarumdæmi þar sem það er bannað eða kallar á lögbundið samþykki sem enn hefur ekki verið veitt,

3.1.8 að afhenda ekki eða veita neinum öðrum aðgang að appinu í heild sinni eða að hluta til (þar með talið viðfang og frumkóði) á neinn hátt án fengins skriflegs leyfis frá okkur,

3.1.9 að fylgja öllum tæknieftirlitskröfum eða útflutningslögum og -reglugerðum sem eiga við um þá tækni sem appið eða önnur þjónusta (tækni) notar eða styður við,

(vitnað skal til greina 3.1.1 til 3.1.9 að báðum meðtöldum sem takmarkana leyfis).

 1. Takmarkanir á notkun

Þér ber:

4.1.1 að nota hvorki appið né neina þjónustu á neinn ólögmætan hátt, í ólögmætum tilgangi eða á neinn þann hátt sem ekki er í samræmi við samning þennan um notendaleyfi, eða koma sviksamlega eða af illum vilja fram, til dæmis með því að hakka þig inn eða setja inn illviljaðan kóða í appið eða hvaða þjónustu eða stýrikerfi sem er, þar með taldar tölvuveirur, eða gögn sem geta skaðað,

4.1.2 að brjóta ekki gegn hugverkarétti okkar eða þriðja aðila hvað varðar notkun þína á appinu eða einhverri þjónustu, þar með talið að leggja fram hvaða efni sem er (að því marki sem sú notkun sé ekki heimiluð með samningi þessum um notendaleyfi),

4.1.3 að miðla engu efni sem er ærumeiðandi, móðgandi eða á annan hátt hneykslanlegt í tengslum við notkun þína á appinu eða einhverri þjónustunni,

4.1.4 að nota hvorki appið né neina þjónustu á einhvern þann hátt sem gæti skaðað, ónýtt, ofhlaðið, spillt eða stefnt í hættu kerfum okkar eða öryggi eða valdið truflun hjá öðrum notendum, og

4.1.5 að safna hvorki né nýta neinar upplýsingar eða gögn frá einhverri þjónustunni eða kerfum okkar eða reyna að ráða fram úr neinum sendingum til eða frá þeim netþjónum sem annast einhverja þjónustu.

 1. Hugverkaréttur

5.1 Þú staðfestir að allur hugverkaréttur í og varðandi appið, skjölin og tæknina, tilheyri okkur og leyfisveitendum okkar, að öll þau réttindi sem lýst er í samningi þessum um notendaleyfi eru framseld til þín (en ekki seld þér) og að þú hafir engin réttindi í eða til appsins, skjalanna eða tækninnar önnur en réttinn til að nota gögnin í samræmi við skilmála samnings þessa um notendaleyfi.

5.2 Þú staðfestir að þú hafir engan rétt á aðgengi að appinu í frumkóðaformi.

5.3 Þú staðfestir að appið innihaldi einkaleyfisverndaða tækni (þar með talið en ekki takmarkað við PCT/GB2012/050717) og að allar leyfisveitingar til þín séu eingöngu bundnar við umfang apps þessa og þjónustu en eigi ekki við um neina aðra notkun viðkomandi einkaleyfisverndaðrar tækni.

 1. Takmörkuð ábyrgð

6.1 Við ábyrgjumst á 12 mánaða tímabili (ábyrgð):

6.1.1 að appið muni efnislega virka í samræmi við þá virkniþætti sem lýst er í skjölunum, sé það notað á viðeigandi hátt og á fullgilt tæki sem það var hannað fyrir, og

6.1.2 að skjölin lýsi á réttan hátt virkni appsins í öllum megindráttum á þeim degi sem appinu er hlaðið niður eða streymt í tækin eða þann dag sem þér tókst með góðum árangri að skrá þig inn í appið án þess að uppfæra það.

6.2 Ef þú tilkynnir okkur skriflega innan ábyrgðartímans um hvern þann galla eða bilun í appinu sem gerir að verkum að það getur ekki virkað í meginatriðum eins og lýst er í skjölunum, hefur þú rétt á ókeypis uppfærslu á hvaða seinni útgáfu þess sem er.

6.3 Ábyrgðin gildir ekki:

6.3.1 ef galla eða bilun í appi eða hvaða þjónustu sem er má rekja til breytinga þinna á appinu,

6.3.2 ef galla eða bilun í appi eða hvaða þjónustu sem er má rekja til þess að þú hafir notað appið í trássi við skilmála samnings þessa um notendaleyfi,

6.3.3 ef þú brýtur gegn einhverjum leyfistakmarkanna eða viðunandi takmarkana á notkun,

6.3.4 sé appið notað utan lögsagnarumdæmis þar sem það hefur fengið viðurkenningu til notkunar, og

6.3.5 ef við hættum starfsemi okkar og verðum ekki lengur með appið og þjónustuna í boði.

 1. Takmörkun ábyrgðar

7.1 Þú staðfestir að appið hafi ekki verið þróað til að uppfylla persónulegar þarfir þínar og að þar af leiðandi sé það á þína ábyrgð að tryggja að geta og virkni appsins eins og því er lýst í skjölunum, uppfylli kröfur þínar.

7.2 Þú staðfestir og samþykkir að við berum enga tjónaábyrgð gagnvart þér að neinu leyti.

7.3 Við berum einungis ábyrgð á tjóni eða skemmdum sem þú verður fyrir sem eru fyrirsjáanlegar afleiðingar þess að við brjótum gegn ákvæðum samnings þessa um notendaleyfi eða vanrækslu okkar að því marki sem lýst er í ákvæði 7.4. Tjón eða skemmdir eru fyrirsjáanlegar, sé um að ræða augljósar afleiðingar brots okkar eða hafi það verið íhugað af þér og okkur þegar samningur þinn um notendaleyfið var gerður.

7.4 Samanlögð hámarksábyrgð samkvæmt eða í tengslum við samning þennan um notendaleyfi (þar með talið notkun þín á hvaða þjónustuþáttum sem vera skal), hvort sem það varðar samning, misgerð (þar með talin vanræksla) eða annað, skal undir öllum kringumstæðum takmarkast við hámarksverðmæti vöru eða þjónustu sem þú hefur keypt af okkur. Þetta gildir þó ekki um tjón þess eðlis sem lýst er í ákvæði 7.5.

7.5 Ekkert í samningi þessum um notendaleyfi skal takmarka eða undanskilja ábyrgð okkar á:

7.5.1 dauða eða meiðslum á persónu sem leiðir af vanrækslu okkar,

7.5.2 svikum eða sviksamlegum rangfærslum, og

7.5.3 hvaða annarri ábyrgð sem ekki er hægt að útiloka eða takmarka samkvæmt norskum lögum.

 1. Samningsslit

8.1 Við höfum heimild til að slíta tafarlaust samningi þessum um notendaleyfi með því að senda þér skriflega tilkynningu:

8.1.1 ef þú brýtur á stórvægilegan eða viðvarandi hátt gegn samningi þessum um notendaleyfi og mistekst að bæta fyrir það (sé hægt að bæta fyrir það) innan 14 daga frá því að þér barst skrifleg tilkynning um að grípa til þannig ráðstafana, og

8.1.2 ef þú brýtur gegn einhverjum leyfistakmarkanna eða takmarkana á notkun.

8.2 Um samningsslit af hvaða ástæðu sem er:

8.2.1 þá falla úr gildi öll réttindi sem þér eru tryggð með samningi þessum um notendaleyfi,

8.2.2 þér ber tafarlaust að hætta allri starfsemi sem heimiluð er í samningi þessum um notendaleyfi, þar með talin notkun þín á appinu og hvaða þjónustu sem er, og

8.2.3 þér ber án tafar að eyða eða fjarlægja appið úr öllum tækjum og að eyðileggja umsvifalaust öll afrit appsins og skjalanna sem þú ræður yfir, hefur í þinni vörslu eða stýrir og senda okkur vottaða staðfestingu um að þú hafir gert þetta.

 1. Samskipti okkar á milli

9.1Viljir þú hafa skrifleg samskipti við okkur eða ef einhverjir skilmálar samnings þessa um notendaleyfi kalla á að þú sendir okkur skriflega tilkynningu, má senda okkur hana í frímerktu bréfi stíluðu á Calpro AS, Arnstein Arnebergs vei 30, 1366 Lysaker, Norge eða sem tölvuskeyti á netfangið . Við staðfestum svo móttöku erindisins með því að hafa samband við þig skriflega, að jafnaði í tölvuskeyti.

9.2 Ef við þurfum að hafa samband við þig eða senda þér skriflega tilkynningu, verður það gert í tölvuskeyti eða í frímerktu bréfi á heimilisfangið sem þú gafst okkur upp.

 1. Aðstæður sem við höfum enga stjórn á

10.1 Við berum hvorki skaðabótaábyrgð né erum ábyrg fyrir neinum þeim bresti eða seinkun á efndum sem skuldbindingar okkar samkvæmt samningi þessum um notendaleyfi ná til og sem rekja má til hvers kyns aðgerða eða aðstæðna sem við höfum enga eðlilega stjórn á, þar með taldar bilanir á fjarskiptanetum, opinberum eða í einkaeign (Aðstæður sem við höfum enga stjórn á).

10.2 Ef einhverjar aðstæður sem við höfum enga stjórn á koma upp sem áhrif hafa á efndir skuldbindinga okkar samkvæmt samningi þessum um notendaleyfi,

1.2.1 falla skuldbindingar okkar samkvæmt samningi þessum um notendaleyfi úr gildi um stundarsakir og gildistími skuldbindinga okkar lengist sem nemur aðstæðunum sem við höfum enga stjórn á, og

10.2.2 leggjum við okkur eins og sanngjarnt er að krefjast fram um að finna lausn þannig að við getum efnt skuldbindingar okkar samkvæmt samningi þessum um notendaleyfi þrátt fyrir aðstæður sem við höfum enga stjórn á.

 1. Aðrir mikilvægir skilmálar

11.1 Við gætum sett réttindi okkar og skuldbindingar samkvæmt samningi þessum um notendaleyfi í hendur annars fyrirtækis en það hefur ekki áhrif á réttindi þín eða skyldu okkar samkvæmt samningnum.

11.2 Þú mátt því aðeins framselja réttindi þín eða skuldbindingar samkvæmt samningi þessum um notendaleyfi öðrum að við samþykkjum það skriflega.

11.3 Jafnvel þótt okkur takist ekki að krefjast þess að þú standir við einhverjar skuldbindingar þínar samkvæmt samningi þessum um notendaleyfi, eða ef við framfylgjum ekki réttindum okkar gagnvart þér, eða ef við verðum fyrir töfum við það, þýðir það ekki að við höfum fallið frá kröfurétti okkar gagnvart þér og það táknar ekki að þú þurfir ekki að uppfylla þær skuldbindingar. Ef við föllum frá kröfurétti vegna vanrækslu þinnar verður það einungis gert skriflega og þýðir ekki að við munum sjálfkrafa falla frá kröfurétti vegna einhverrar vanrækslu þinnar síðar meir.

11.4 Allir skilmálar samnings þessa um notendaleyfi eru fullgildir hver í sínu lagi. Jafnvel þótt dómstóll eða til þess bær yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að einhverjir skilmálar hans séu ógildir eða óframkvæmanlegir, gilda aðrir skilmálar hans að fullu og óskorðað.

11.5 Hafðu vinsamlegast í huga að samningi þessum um notendaleyfi, efni hans og gerð, er stýrt af norskum lögum. Þú og við samþykkjum í sameiningu að norskir dómstólar skuli einir hafa lögsögu um samninginn.

12. Stefna varðandi friðhelgi einkalífsins

Áður en þú sækir appið og þjónustuna og byrjar að nota það, þarftu að lesa og samþykkja stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins. Stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins má einnig finna á vefsetri okkar. Athugaðu vinsamlegast að við gætum hvenær sem er endurskoðað stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins á grundvelli breytinga á lögum, reglum, vörum okkar og þjónustu, samningsbundinni tilhögun gagnvart samstarfsaðilum okkar eða af öðrum sanngjörnum ástæðum. Við tilkynnum þér það þegar breytingar verða á stefnu okkar varðandi friðhelgi einkalífsins.